Heimasíða Neytendastofu

Heimasíða Neytendastofu

Kaupa Í körfu

JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði á föstudag nýja heimasíðu Neytendastofu (neytendastofa.is). Um leið opnaði Neytendastofa rafræna þjónustugátt fyrir neytendur, fagaðila og allan almenning sem hafa samskipti við stofnunina. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að rafræn neytendastofa sé heildstæð lausn fyrir almenning og opni auðvelda og skilvirka leið fyrir erindi frá almennum borgurum til stjórnsýslunnar. Neytendur geti komið með ábendingar og fleira í gegnum vefinn til stofnunarinnar og fylgst með afgreiðslu þeirra. MYNDATEXTI: Tækni - Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnar heimasíðuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar