Hvalur

Hvalur

Kaupa Í körfu

ALÞJÓÐLEGU náttúruverndarsamtökin IUCN setja langreyði á válista sinn sem hvalategund í útrýmingarhættu. IUCN metur þá alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ræður þar langmestu ástand langreyðarstofna við suðurheimskautið, sem er afar slæmt. Á hinn bóginn metur IUCN ekki alla stofna norðhvala sem eina heild, en norðhvalur er talinn í útrýmingarhættu í Norður-Atlantshafi. Norðhvalur er uppistaðan í hvalveiði Bandaríkjanna. MYNDATEXTI: Hvalveiðar - Langreyður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði nú á haustdögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar