Nýr hjartariti hjá Hjartavernd

Nýr hjartariti hjá Hjartavernd

Kaupa Í körfu

HJARTAVERND hefur tekið í notkun nýjan og fullkominn hjartarita sem keyptur var fyrir áheitafé sem safnaðist í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ágúst sl. Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og greiddi bankinn þrjú þúsund krónur fyrir hvern hlaupinn kílómetra - um 800 þúsund krónur söfnuðust. Á myndinni eru Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir yfirhjúkrunarfræðingur og fulltrúar starfsmanna Glitnis sem hlupu í maraþoninu síðastliðið sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar