Lisa Ekdahl

Lisa Ekdahl

Kaupa Í körfu

ÞRÁTT fyrir ungan aldur sænsku söngkonunnar Lisu Ekdahl á hún sér aðdáendur á öllum aldri, og afskaplega marga á honum miðjum ef marka má sléttfullan stóra sal Háskólabíós nú fyrir helgi. Tónlist Lisu móðgar engan, hún er afskaplega aðgengileg og þægileg; orðið "huggulegt" kom margoft upp í samræðum að tónleikum loknum. Henni má lýsa sem léttu gítarpoppi þar sem stelpuleg söngrödd Lisu er í aðalhlutverki. Lisa og fjögurra manna hljómsveitin skildu Noruh Jones-legan djassinn sem hefur hljómað á plötum Lisu með Peter Nordahl tríóinu eftir heima og einblíndu þess í stað á frumsamin lög. MYNDATEXTI Hún beitir röddinni skemmtilega, flakkar jafnvel úr hreinum tónum yfir í hvísl og grýlulega prakkararödd innan eins og sama versins," segir í umsögn gagnrýnanda. Lisa Ekdahl á tónleikunum í Háskólabíói.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar