Eldur í fjölbýlishúsi á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Eldur í fjölbýlishúsi á Húsavík

Kaupa Í körfu

SLÖKKVILIÐ Húsavíkur var kallað að fjölbýlishúsi um kvöldmatarleytið í gær. Kviknað hafði í eldhúsinnréttingu út frá potti og var talsverður reykur. Lítill eldur reyndist vera í íbúðinni, en nokkrar skemmdir urðu vegna reyks. Einn maður var í íbúðinni, beið hann slökkviliðs fyrir utan íbúðina þegar að var komið og er ekki talinn hafa orðið fyrir reykeitrun, hann var þó fluttur á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga til eftirlits.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar