Gísli Jóhannesson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gísli Jóhannesson

Kaupa Í körfu

Síðustu árin sem hann reri frá Keflavík var kominn golfvöllur í Leiruna. Þá stóð hann í brúnni og var alveg hlessa á þessum aumingjans mönnum að vera að elta hvítan bolta í blíðskaparveðri. Nú stendur hann sjálfur á teig meðan aðrir sigla hjá og furða sig á því, hvernig það gat gerzt að gamall sjóhundur er kominn á kaf í golfið. Gísli Jóhannesson; Gísli á Jóni Finnssyni, brosir bara, þegar svona svipmynd er sett upp fyrir hann. Segir margt skrýtnara í kýrhausnum en þetta, en viðurkennir þó, að áður en hann tók pokann sinn og fór í land hefði hann ekki veðjað á það, að hann tæki upp golfpokann í staðinn. "Það er alveg tútal að mér dytti það í hug þá!" Myndatexti: Garðkarl með golfpoka. Gísli Jóhannesson velur réttu kylfuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar