Tónlistarþróunarmiðstöðin
Kaupa Í körfu
Þegar manni berast í sífellu fréttir af ofurlaunum forstjóra, himinháum starfslokasamningum (hvaða vitleysa er það?), stigvaxandi bankagróða og fjáraustri nýríkra spjátrunga í hreina og beina vitleysu finnst manni þær milljónir sem vantar til að halda blómlegri starfsemi gangandi í Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) hlægilega lítil upphæð. Það er nóg til af peningum, það er ekki vandamálið, svo mikið er víst. Vandamálið er að hafa til að bera meðvitund til að stýra þeim í skynsamlegar áttir. Undanfarnar vikur hefur mikil umræða farið fram um starfsemi þá sem rekin er í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar á Hólmaslóð 2. Þar æfa fimmtíu hljómsveitir og aðstaða er til tónleikahalds, upptöku og margvíslegrar félagsstarfsemi. Fjárskortur hamlar nú áframhaldandi umstangi og útlit er fyrir að miðstöðin leggist af verði ekkert að gert. Blaðamaður rak nef og eyru inn í miðstöðina á fimmtudagskvöldið og ræddi við Daníel Pollock, ráðsmann þar, og tvo unga tónlistarmenn sem þar eiga skjól. Allt var á fullri ferð, enda eru baráttutónleikar TÞM haldnir í dag í Hafnarhúsinu. Þeir hafa fengið heitið Járn í járn. MYNDATEXTI"Það eru ekki bara hljómsveitir að æfa hérna, það er líka hörku menningar- og félagslíf í gangi," segir Daníel, dökkklæddur innan um englaher sinn í Tónlistarþróunarmiðstöðinni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir