Steinar Steinsson og Guðbjörg Jónsdóttir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Steinar Steinsson og Guðbjörg Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Steinar og fiskar eiga hug og hjarta hjónanna Steinars Steinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Meðan hann þróar fiskflokkunarvélar fyrir fiskeldi, slípar hún steina og býr til úr þeim fallega skrautmuni. Silja Björk Huldudóttir leit í heimsókn til þessara skapandi hjóna. Hjónin Steinar Steinsson og Guðbjörg Jónsdóttir slá ekki slöku við þó þau séu bæði komin á níræðisaldur. Þegar Steinar fór á eftirlaun fyrir rétt rúmum 11 árum tók hann til við að hanna og þróa búnað til fiskflokkunar sem nýtist einyrkjum í fiskeldi. Hann ver því ófáum stundum úti í bílskúr þar sem hann prófar sig áfram með tækjabúnaðinn, þess á milli sem hann situr við tölvuna og lagar tækniteikningar að búnaðinum. MYNDATEXTI: Skapandi hjón - Steinar Steinsson og Guðbjörg Jónsdóttir eru mikið hagleiksfólk og ber heimili þeirra þess vitni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar