Dagur vonar

Dagur vonar

Kaupa Í körfu

STÆRSTU tíðindin í mínum augum eftir að hafa nú séð Dag vonar í þriðja sinn, og í annað sinn á sviði, er að leikritið lifir. Það þótti mér alls ekki sjálfgefið þegar ég settist í salinn á fimmtudagskvöldið. Birgir Sigurðsson valdi nefnilega að feta ákaflega vandratað einstigi þegar hann ákvað að segja þessa sögu. Hann gefur persónum sínum, hverri einustu, hæfileika til að tjá sig á háfleygan, orðmargan og hnitmiðaðan hátt, ljær þeim öllum kjark til að tjá sig opinskátt og umbúðalaust og flestum að auki innsæi til að deila tilfinningum sínum með hinum persónunum og þar með okkur áhorfendum. MYNDATEXTI: Ágætt "Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Degi vonar lukkast á endanum, þó svo við hana sé ýmislegt að athuga í persónusköpun, hlutverkaskipan, leikmynd og tóntegund þeirri sem leikstjórinn velur," segir m.a. í dómi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar