Kútter Sigurfari

Sigurður Elvar Þórólfsson

Kútter Sigurfari

Kaupa Í körfu

Kútter Sigurfari hefur verið við safnasvæðið á Görðum á Akranesi undanfarna þrjá áratugi. Skipið fer á næstu misserum í viðamikla viðgerð og er ætlunin að gera Sigurfara siglingahæfan á ný. "Það verður vissulega sjónarsviptir fyrir okkur á Akranesi þegar kútter Sigurfari fer héðan af safnasvæðinu en ég held að þegar til lengri tíma er litið muni þessi aðgerð efla starf okkar og ferðaþjónustu á Akranesi, " segir Jón Allansson, forstöðumaður byggðasafnsins á Akranesi, en Kútter Sigurfari, eitt helsta kennileiti Akraness undanfarna þrjá áratugi, mun á næstu misserum verða endurgerður og gerður siglingahæfur á ný ef áform ríkisstjórnar Íslands og stjórnar byggðasafns Akraness ganga eftir. MYNDATEXTI: Leiktæki - Kútter Sigurfari er vinsælt leiksvæði barna á Akranesi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar