Herðubreið

Ljósmynd/Jón Sigurðsson

Herðubreið

Kaupa Í körfu

Vopnafjörður | Herðubreið í Ódáðahrauni er án efa eitt þekktasta fjall á Íslandi og með hæstu fjöllum landsins, 1682 m yfir sjó. Þegar þessi mynd var tekin um helgina var eins og drottning fjallanna væri hjúpuð yfirnáttúrulegri dulúð en ljós og skuggi fóru hreinlega hamförum um fjallið. Það voru félagar úr Austurlandsdeild Ferðaklúbbsins 4x4 sem fengu bestu sætin þegar þetta sjónarspil náttúrunnar átti sér stað, en þeir voru staddir við Haugsnibbu á Haugsöræfum austan Grímsstaða á Fjöllum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar