Geir Waage

Jim Smart

Geir Waage

Kaupa Í körfu

Reykholtshátíð er um helgina haldin hátíðleg í tíunda sinn. Jóhann Magnús Jóhannsson og Jim Smart heimsóttu Reykholt þar sem Geir Waage sóknarprestur sagði þeim frá hátíðinni og þýðingu starfsins sem unnið er á staðnum. Tónlistarhátíðin Reykholtshátíð fer nú fram í tíunda sinn í Reykholti. Af því tilefni er í ár borið sérstaklega mikið í hátíðina. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er stjórnandi hátíðarinnar og hefur verið frá stofnun hennar árið 1997. MYNDATEXTI: Geir Waage segir að eins og Reykholt hafi þróast undanfarin ár með endurreisn staðarins hafi það orðið menningarlegt höfuðból á nýjan leik eins og það hafi verið um aldirnar. Gamla kirkjan í Reykholti er í bakgrunni en hún verður opnuð aftur á næstunni, þó ekki um helgina, en viðgerðir hafa staðið yfir á henni undanfarin ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar