Pusabörn
Kaupa Í körfu
Sem ungur hvolpur eignaðist hann heimili í Kópavogi. Óviðráðanlegar aðstæður réðu því að hann varð að yfirgefa það heimili og fékk inni hjá góðu fólki í Eyjafjarðarsveit. Enn urðu aðstæður slíkar að hann gat ekki átt heimili þar og fékk þá að eiga heima hjá annarri fjölskyldu í Eyjafjarðarsveit þar sem hann eignaðist konu og varð faðir hátt á annars tugs hvolpa. Þáverandi eigendur hans heyrðu sagt frá því í fréttum að verið væri að leita að hundi sem hafa átti það hlutverk að leita fíkniefna á Litla-Hrauni. Nýju eigendunum rann blóðið til skyldunnar og tregafullir buðu þeir hann fram til starfsins. Eftir reynslutíma hjá hundaþjálfara kom í ljós að hann var vel fallinn til starfsins og ákvörðun var tekin: Hundurinn Pusi skyldi fara á Litla-Hraun og frami hans í veröldinni var tryggður. MYNDATEXTI: Frjósamur - Pusi eignaðist hátt á annan tug hvolpa í tveimur gotum á meðan hann átti heimili í Eyjafjarðarsveit.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir