Pusi
Kaupa Í körfu
Sem ungur hvolpur eignaðist hann heimili í Kópavogi. Óviðráðanlegar aðstæður réðu því að hann varð að yfirgefa það heimili og fékk inni hjá góðu fólki í Eyjafjarðarsveit. Enn urðu aðstæður slíkar að hann gat ekki átt heimili þar og fékk þá að eiga heima hjá annarri fjölskyldu í Eyjafjarðarsveit þar sem hann eignaðist konu og varð faðir hátt á annars tugs hvolpa. Þáverandi eigendur hans heyrðu sagt frá því í fréttum að verið væri að leita að hundi sem hafa átti það hlutverk að leita fíkniefna á Litla-Hrauni. Nýju eigendunum rann blóðið til skyldunnar og tregafullir buðu þeir hann fram til starfsins. Eftir reynslutíma hjá hundaþjálfara kom í ljós að hann var vel fallinn til starfsins og ákvörðun var tekin: Hundurinn Pusi skyldi fara á Litla-Hraun og frami hans í veröldinni var tryggður. MYNDATEXTI: Á vaktinni - Pusi er af tegundinni enskur springer spaniel. Hann virðist ekki geta beðið eftir að hefja leitina.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir