Pusi

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Pusi

Kaupa Í körfu

Sem ungur hvolpur eignaðist hann heimili í Kópavogi. Óviðráðanlegar aðstæður réðu því að hann varð að yfirgefa það heimili og fékk inni hjá góðu fólki í Eyjafjarðarsveit. Enn urðu aðstæður slíkar að hann gat ekki átt heimili þar og fékk þá að eiga heima hjá annarri fjölskyldu í Eyjafjarðarsveit þar sem hann eignaðist konu og varð faðir hátt á annars tugs hvolpa. Þáverandi eigendur hans heyrðu sagt frá því í fréttum að verið væri að leita að hundi sem hafa átti það hlutverk að leita fíkniefna á Litla-Hrauni. Nýju eigendunum rann blóðið til skyldunnar og tregafullir buðu þeir hann fram til starfsins. Eftir reynslutíma hjá hundaþjálfara kom í ljós að hann var vel fallinn til starfsins og ákvörðun var tekin: Hundurinn Pusi skyldi fara á Litla-Hraun og frami hans í veröldinni var tryggður. MYNDATEXTI: Á vaktinni - Pusi er af tegundinni enskur springer spaniel. Hann virðist ekki geta beðið eftir að hefja leitina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar