Kuldatíð í Aðaldal

Atli Vigfússon

Kuldatíð í Aðaldal

Kaupa Í körfu

Aðaldalur | Mjög kalt hefur verið undanfarna daga í Aðaldal og nágrannasveitum. Bregður fólki við því um jólin var hlýtt og veðragott á svæðinu eftir langan kuldakafla í nóvember og byrjun desember. Frostið fór í -23 gráður á Staðarhóli í vikunni, en Grenjaðarstaðarbæirnir og Múlatorfan eru þekkt fyrir mikinn kulda og myndast þar oft svolítill kuldapollur. Þetta er mesta frost sem komið hefur í vetur að sögn Hermanns Hólmgeirssonar veðurathugunarmanns á Staðarhóli. MYNDATEXTI: Kuldabolar - Galloway-nautgripirnir í Árbót í Aðaldal kunna vel við sig í kuldanum og kjósa heldur að vera úti en inni, meðan ekki er bleyta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar