Mávar á tjörninni

Brynjar Gauti

Mávar á tjörninni

Kaupa Í körfu

VARP kríu og sílamávs á Miðnesheiði er allt úr skorðum í sumar, að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar, líffræðings og starfsmanns Náttúrustofu Reykjaness og doktorsnema við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. fengist við rannsóknir á sílamávi á Suðurnesjum. Að sögn Gunnars byrjaði krían þremur vikum síðar en venjulega að verpa suður á Reykjanesi í vor. Varpið er minna en venjulega og sílamávsvarpið er einnig úr skorðum. "Þetta lítur ekki sérlega vel út," sagði Gunnar. Hann telur líklegast að skorti á æti sé um að kenna og segir vísbendingar um að sandsílastofninn hafi hrunið í júlí í fyrra og ekki náð sér á strik síðan. Svipaða sögu er að segja víðar af landinu. MYNDATEXTI: Þegar æti minnkar til sjós sækja sílamávarnir til byggða í ætisleit og mávager sveimar yfir sumarhúsabyggðum sunnanlands og langt inni í landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar