MR söfnun
Kaupa Í körfu
NEMENDUR við Menntaskólann í Reykjavík lögðu ýmislegt á sig í gær þegar þeir söfnuðu áheitum til styrktar Unicef. Sumt var dálítið strembnara en annað. Það var nemendafélagið Framtíðin sem stóð fyrir hinum árlega fjáröflunarviðburði og í gær var búið að telja saman áheit upp á rúmlega 220.000 krónur og enn átti eitthvað eftir að skila sér, að sögn Svanhvítar Júlíusdóttur, formanns félagsins. Meðal þess sem menn gerðu fyrir hinn góða málstað var að borða heila krukku af eldsterkum jalapeno-pipar, annar klæddi sig úr einni flík á hálftíma fresti og voru aðeins nærbuxurnar eftir þegar skóladeginum lauk. Ein stúlkan þagði allan daginn á meðan önnur söng allt sem lá henni á hjarta, að sögn Svanhvítar. Sjálf beið hún lægri hlut í gráðostsátkeppni gegn formanni skólafélagsins, en hann mun vera lyktarskynslaus. MYNDATEXTIAllt fyrir málefnið Guðrún Sóley Gestsdóttir plokkar Magnús Örn Sigurðsson en ein skólastúlkan söng allt sem hún vildi segja en önnur þagði.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir