Froskagrafreitur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Froskagrafreitur

Kaupa Í körfu

Um daginn gerðist sá sorglegi atburður í Reykjavík að froskurinn Neró dó, skyndilega og mjög óvænt. Hann var fallega kremhvítur, liðlega þrír sentímetrar að lengd en stökk hvorki hátt né langt. Hann virtist sérlundaður og synti svo sannarlega í sínar eigin áttir í fallegu froskabúrinu í blokkaríbúðinni í austurbænum en þar bjó hann alla sína froskaævi, innan um fagra kastala og glitrandi steina á froskabúrsbotninum. MYNDATEXTI: Froskagröf - Hér hvílir froskurinn Neró í ferköntuðum, hvítum blómapotti og mold.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar