Gæslan og Marorka undirrita samning

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gæslan og Marorka undirrita samning

Kaupa Í körfu

BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, hafa gengið frá samningi um innleiðingu Maren, orkustjórnunarkerfi Marorku, í nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar. Nýja varðskipið er fyrsta skip sinnar tegundar búið Maren orkustjórnunarkerfi. Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar verður með fullkominn stjórnbúnað, tvær aðalvélar og fjórar ljósavélar og verður rafmagnsframleiðsla alls allt að 5.400 kW. Mikilvægt er talið að rekstur skipsins verði sem hagkvæmastur og liður í því er að nota vélar á sem hagkvæmastan hátt. MYNDATEXTI: Samningur - Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, við undirritun samningsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar