Norræna húsið

Sverrir Vilhelmsson

Norræna húsið

Kaupa Í körfu

FJÓRIR rithöfundar frá Hjaltlandseyjum koma fram í Norræna húsinu í dag klukkan 16 og lesa úr verkum sínum. Heimsókn höfundanna er að frumkvæði Menningarstofnunar Hjaltlands og er liður í að kynna bókmenntir eyjanna sem víðast. Höfundarnir eru: Lise Sinclair, ljóðskáld og tónlistarmaður frá Friðarey, Donald S. Murrey, ljóðskáld frá Suðureyjum, Matthew Wright, smásagnahöfundur frá Orkneyjum og Jen Hadfiled, ljóðskáld frá Englandi og staðarskáld á Hjaltlandi. MYNDATEXTI: Menningarmiðstöð Bókmenntir Hjaltlandseyja verða í forgrunni í Norræna húsinu í dag þar sem fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar