Íþróttamaður Reykjavíkur

Sverrir Vilhelmsson

Íþróttamaður Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

JAKOB Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Sundfélaginu Ægi, hefur verið valinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2006. Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, afhenti Jakobi Jóhanni af því tilefni farandbikar og 150 þúsund króna styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða 22. janúar síðastliðinn. Jakob Jóhann er í fremstu röð íslenskra sundmanna. Í fyrra vann hann til þrettán Íslandsmeistaratitla og setti fimm Íslandsmet ásamt því að vera fyrirliði Bikarmeistara Ægis. Þá komst hann í undanúrslit á Evrópumótinu í 50 metra laug og endaði þar í 13.sæti. MYNDATEXTI: Afhending - Jakob Jóhann Sveinsson, Íþróttamaður Reykjavíkur 2006, tók við farandbikar og styrk úr hendi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar