Bæjarskrifstofa Reykjanesbæjar

Helgi Bjarnason

Bæjarskrifstofa Reykjanesbæjar

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Þröng er á þingi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar við Tjarnargötu eftir að þangað flutti allt starfsfólkið sem hafði vinnuaðstöðu í Kjarna við Hafnargötu. Nú eru tveir til þrír um hverja skrifstofu, til að mynda fengu þrír starfsmenn aðstöðu bæjarstjórans sem flutti sig í opið vinnurými uppi á hanabjálka. "Það er ótrúlegt hvað þetta gengur vel fyrir sig enda er allt starfsfólkið jákvætt og vill láta þetta ganga í trausti þess að komast í nýjar bæjarskrifstofur innan ekki of langs tíma," segir Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri. MYNDATEXTI: Saman- Hjördís Árnadóttir, Rannveig Einarsdóttir, Ása Eyjólfsdóttir og Emilía Sigurðardóttir vinna þétt saman á félagsmálaskrifstofunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar