Félagsmálaráðuneytið

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Félagsmálaráðuneytið

Kaupa Í körfu

Markmið ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum er að tryggja að allir íbúar landsins njóti jafnra tækifæra og verði virkir þáttakendur í samfélaginu. Þetta kom fram á blaðamannafundi félagsmálaráðherra og innflytjendaráðs í gær, þar sem stefna ríkisstjórnarinnar í þessum efnum var kynnt, en þetta er í fyrsta skipti sem stefna í þessum efnum er samþykkt. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sagði á blaðamannafundinum að umræða um útlendinga hefði verið mikil að undanförnu og að mörgu leyti væri það skiljanlegt. Atvinnulífð hefði kallað á erlent launafólk og umræða sem byggði á réttum rökum væri bæði holl og nauðsynleg. MYNDATEXTI: Innflytjendur - Stefna stjórnvalda í innflytjendamálum var kynnt á blaðamannafundi Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra í félagsmálaráðuneytinu í gær, en Innflytjendaráð hefur unnið að undirbúningi stefnunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar