Nýlistasafnið og Glitnir

Sverrir Vilhelmsson

Nýlistasafnið og Glitnir

Kaupa Í körfu

SKRIFAÐ var undir þriggja ára samstarfssamning milli Nýlistasafnsins og Glitnis í gær, en bankinn mun styrkja safnið um átta milljónir króna á samningstímanum. Í fréttatilkynningu segir að til grundvallar samningnum sé mikill áhugi Glitnis á vexti og viðgangi nútímalista á Íslandi, og eins það sérstaka samband sem bankinn og fyrirrennarar hans Íslandsbanki og Alþýðubankinn hafa átt við Nýlistasafnið frá stofnun þess. Alþýðubankinn var helsti bakhjarl Nýlistasafnsins fyrstu ár þess á Vatnstíg 3 og eins var gott samstarf á milli Nýlistasafnsins og Íslandsbanka um nokkurra ára skeið. MYNDATEXTI: Við undirritun - Pétur Óskarsson frá Glitni, Nína Magnúsdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins, Andrea Maack sem situr í stjórn safnsins og Serge Comte listamaður fögnuðu vel við undirritun samningsins í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar