Ólafur Páll Gunnarsson

Ólafur Páll Gunnarsson

Kaupa Í körfu

Þegar ég var lítill strákur gekk ég á milli húsa með kassettur í vasanum og bankaði upp á hjá fólki og fékk að líta á vínylplöturnar sem það átti. Ég fékk lánaðar þær sem mér leist vel á og fór með þær heim til ömmu og tók þar upp gullmolana, af því hún átti kassettutæki. Þessi sami drifkraftur og söfnunarárátta liggur að baki vinnu minni við að velja tónlist á Rokklandsdiskana. Allt er þetta tónlist sem er að mínu skapi," segir Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, en sjötti Rokklandsdiskurinn hans kemur út á mánudaginn. MYNDATEXTI: Tónlistarsjúkur - Óli Palli lifir og hrærist í tónlist og segir áhugann vera meðfæddan. Diskafjöldinn á bak við hann segir allt sem segja þarf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar