Lambakjöt KS í Bónus

Lambakjöt KS í Bónus

Kaupa Í körfu

VERSLANAKEÐJAN Bónus hefur tekið upp á því að verðlauna þá birgja sem ekki hafa hækkað verð á vörum sínum til verslunarinnar, með því að vekja sérstaka athygli viðskiptavina á þessum vörum, að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. "Við erum að benda viðskiptavinum okkar á vörur frá birgjum sem ekki hafa hækkað. Til dæmis byrjuðum við í morgun [í gær] að auglýsa allt lambakjöt frá Kaupfélagi Skagfirðinga en það er engin hækkun þar," segir Guðmundur og bætir við að jákvæð viðbrögð hafi fengist við þessu. Bónus muni halda áfram að reyna að verðlauna þá birgja sem ekki hafi boðað hækkun og athuga hvort það hafi hugsanlega þau áhrif á aðra birgja að þeir dragi hækkanir til baka. MYNDATEXTI: Birgjar verðlaunaðir - Athygli viðskiptavina verslanakeðjunnar Bónuss er vakin á vörum sem ekki hafa verið hækkaðar í verði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar