Ísleifur Þórhallsson

Sverrir Vilhelmsson

Ísleifur Þórhallsson

Kaupa Í körfu

Ég rakst óvart á As Good As It Gets um daginn og gat ekki hætt að glápa á hana sem þýðir að ég er búinn að sjá hana oftar en flestar myndir. Það rifjaðist enn einu sinni upp fyrir mér hvað þetta er mikil snilldarmynd. Ég get ekki sagt að ég sé mikið fyrir rómantískar gamanmyndir, en þessi er sér á parti því undir niðri er hún svo yndislega kvikyndisleg, þökk sé hinum einstaka karakter Melvin Udall og því óborganlega sem kemur út úr munni Jack Nicholson og heila James L. Brooks. Svo finnst mér stórskemmtilegt að sjá leikstjóra á borð við Todd Solondz og Lawrance Kasdan í feluhlutverkum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar