Ólafur Jóhann Ólafsson

Einar Falur Ingólfsson

Ólafur Jóhann Ólafsson

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hefur verið tilefndur til IMPAC-verðlaunanna, fyrir bók sína Höll minninganna. Auk Ólafs Jóhanns eru þetta árið tilnefndir höfundar á borð við Margaret Atwood, Nóbelsverðlaunahafann JM Coetzee, Mark Haddon, Monica Ali og Booker-verðlaunahafana Peter Carey, Graham Swift og DBC Vernon, sem og höfundur Da Vinci-lykilsins víðfræga, Dan Brown. IMPAC-verðlaunin eru virt alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem veitt eru ár hvert fyrir skáldverk á ensku, ýmist frumsamið eða þýðingu, en verðlaunin eru ekki hvað síst þekkt fyrir rausnarlegt verðlaunafé er nemur 100.000 evrum, eða um 8,7 milljónum íslenskra króna. Þetta er í annað skipti sem verk eftir Ólaf Jóhann er tilnefnt til verðlaunanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar