Birna Arnbjörnsdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Birna Arnbjörnsdóttir

Kaupa Í körfu

Að Birna Arnbjörnsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og annar eigandi Fjölmenningar ehf., skuli m.a. nota bandarísk dæmi til að skýra út hugmyndafræðina á bakvið þvermenningarleg námskeið á vegum Fjölmenningar ehf. er alls engin tilviljun. Eftir að hafa lokið doktorsgráðu í almennum málvísindum við Texas-háskóla í Austin í Bandaríkjunum stýrði hún kennaradeild Notre Dame-háskóla (college) í New Hampshire í ensku, sem öðru tungumáli, um árabil. "Áhugi minn á málefnum innflytjenda sprettur upphaflega af sérhæfingu minni á sviði hagnýtra málvísinda. Eftir að hafa skrifað doktorsritgerð um vesturíslensku jókst áhugi minn á tvítyngi og samhenginu á milli tungumáls og samfélags. Dósentstaðan í New Hampshire gaf mér síðan tækifæri til að nýta þann áhuga, m.a. í rannsóknum og samvinnu við stofnanir á borð við skóla og heilsugæslu í New Hampshire," segir Birna og bendir á að áhersla hafi verið lögð á að ná utan um heildarsamhengið í aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar