Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Kaupa Í körfu

MEISTARADEILD VÍS í hestaíþróttum 2007 hefst 1. febrúar kl. 19.30 með keppni í fjórgangi. Samningur um stuðning VÍS við deildina var undirritaður í gær. Mót meistaradeildar VÍS verða haldin annan hvern fimmtudag til loka apríl. Mótin verða alls sjö og að mestu haldin innandyra. Hvert mót stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Meistaradeild VÍS er talsvert frábrugðin öðrum mótum í hestaíþróttum og hefur verið tekið mið af fyrirkomulagi hópíþrótta og akstursíþrótta við undirbúning hennar. Markmiðið er að skapa meiri spennu fyrir keppendur og áhorfendur. MYNDATEXTI: Undirritun - F.v.: Örn Karlsson stjórnarformaður, Þóra Ólafsdóttir og Rúnar Þór Guðbrandsson frá VÍS.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar