Enginn látinn á árinu

Ragnar Axelsson

Enginn látinn á árinu

Kaupa Í körfu

EKKERT banaslys varð í umferðinni í janúarmánuði. Þá hefur slysum með alvarlegum meiðslum á fólki almennt fækkað. "Þetta er góð byrjun á löngu verkefni," segir talsmaður baráttusamtakanna Samstöðu. Banaslys í umferðinni í janúar síðustu fimm árin samsvara einu og hálfu banaslysi á mánuði. Sigurður Helgason, verkefnisstjóri umferðaröryggismála hjá Umferðarstofu, telur að alvarleg slys hafi einnig orðið umtalsvert færri en á sama tíma undanfarin ár. Sigurður tekur fram að það hafi gerst áður að komið hafi allt að þriggja mánaða tímabil án banaslysa en svo geti slys í einum mánuði gjörbreytt stöðunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar