Laddi 60 ára

Laddi 60 ára

Kaupa Í körfu

ÞAÐ fór líklega ekki fram hjá nokkrum manni að Þórhallur Sigurðsson, öðru nafni Laddi, varð sextugur á dögunum. Laddi hefur í áratugi kitlað hláturtaugar þjóðarinnar og varla hefur nokkur maður sett jafn mikið mark á skopskyn okkar Íslendinga. Í tilefni afmælisins kom út tvöföld geislaplata með öllum helstu sönglagaperlum Ladda og það stóð ekki á viðbrögðum landsmanna. Platan sem kallast Hver er sinnar kæfu smiður stekkur úr 26. sæti beint í það fyrsta og má segja að með þessu óski þjóðin Ladda til hamingju með afmælið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar