Votviðrasamt í borginni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Votviðrasamt í borginni

Kaupa Í körfu

NÝLIÐINN janúar er sá kaldasti í Reykjavík síðan 1995 að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni. Veðrið var umhleypingasamt eins og undanfarna mánuði. Hitinn í Reykjavík var -0,6 stig sem er í tæpu meðallagi. Á Akureyri var hitinn -1,5 sem er 0,7 yfir meðallagi. Úrkoman á báðum stöðum var um 80% af meðalúrkomu. Sólskinsstundir voru rúmlega 30 í Reykjavík og er það í rúmu meðallagi. Hitinn í Reykjavík var -2 stig 1995 og -0,2 stiga hiti 2005. Á Akureyri hefur ekki verið eins kalt og nú síðan 2004.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar