Spútnik

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Spútnik

Kaupa Í körfu

Við göngum bæði í nýjum fötum og notuðum og kaupum þau ýmist á Íslandi eða í útlöndum. Okkur finnst frábært að geta komið hingað og keypt kíló af fötum fyrir 3.500 krónur. Maður reynir náttúrulega að velja léttar flíkur til að fá sem flestar og svo er líka gaman að vigta fötin," segja þær Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Hanna Kristín Birgisdóttir sem komu á fyrsta degi kílóútsölunnar í verslunina Spútnik í gær, en þá hófst hinn árlegi kílómarkaður sem standa mun næstu tuttugu daga. MYNDATEXTI: Vigtun - Þær Hanna Kristín Birgisdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skella nokkrum flíkum á vigtina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar