Nemendaóperan í Iðnó
Kaupa Í körfu
ÓPERUDEILD Söngskólans í Reykjavík frumsýnir í dag óperettuna Algjör draumur í Iðnó. Í sýningunni er fléttað saman söng, dansi og leiklist, en höfundur verksins og leikstjóri er Austurríkismaðurinn Anton Steingruber. "Þetta er ekki beint frumsamið, en hann samdi nýja óperettu með tónlist úr þekktum óperettum," segir Sibylle Köll, danshöfundur og aðstoðarleikstjóri. "Þetta er vínartónlist og hann tengir þetta allt saman með samtölum. Hann samdi söguna á milli og setti stykkið svo saman svo það myndar eina heild. Það er allt sungið á þýsku nema lokakórinn, hann er á íslensku. Samtölin eru svo öll á íslensku," segir Sibylle, en sagan segir frá fallegum, ólofuðum systrum sem hitta fræga bræður sem eru bráðmyndarlegir tenórar. MYNDATEXTIÓperetta Janet Haney, undirleikari, Anton Steingruber, leikstjóri og höfundur og Sibylle Köll, aðstoðarleikstjóri og danshöfundur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir