Sigurður Svavarsson útgáfustjóri

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sigurður Svavarsson útgáfustjóri

Kaupa Í körfu

Það hefur sannarlega verið af nógu að taka á gnægtaborðum bókanna undanfarna mánuði og þó ég hafi lesið mikið er blessunarlega margt ósnert ennþá. Eftir að hafa hámað í mig íslenskar skáldsögur í nóvember og desember hafa ljóðlistin og fræðin einokað matseðilinn í upphafi nýs árs. Ég hef verið að úða í mig vænum köflum úr bráðskemmtilegu Skáldalífi Halldórs Guðmundssonar og nýt þess að kynnast ofvitanum úr Suðursveit og skáldinu á Skriðuklaustri enn betur í þessari hressilegu og bráðvel skrifuðu bók. Margar nýlegar ljóðabækur eru á borðinu mínu en mestum tíma hef ég eytt í nýjustu bækur tveggja höfunda sem ég hef lengi haft dálæti á. Þetta eru Fyrir kvölddyrum eftir Hannes Pétursson, og Ég stytti mér leið framhjá dauðanum eftir Einar Má Guðmundsson. Þessir kappar eru sannarlega ólíkir höfundar, en ljóðagaldur beggja er með þeim hætti að opinn lesandi uppgötvar sífellt eitthvað nýtt við hvern lestur, og það er meginkostur vandaðrar ljóðlistar. Þessa síðustu daga þegar handboltalandsliðið hefur samið og sýnt hvern spennutryllinn á fætur öðrum hefur ljóðlistin verið jafnvægisstýrið í tilfinningalífi mínu. Sigurður Svavarsson útgáfustjóri hjá Eddu – útgáfu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar