Skóflustunga að kirkju Lindasóknar

Skóflustunga að kirkju Lindasóknar

Kaupa Í körfu

SÓKNARBÖRNIN Þorvaldur Þorvaldsson og Vaka Víðisdóttir úr prestakalli Lindasóknar tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna að Lindakirkju í Kópavogi. Þorvaldur er á níræðisaldri en Vaka var fyrsta barnið sem hlaut skírn í Lindasókn árið 2002. Um 250 manns, ungir sem aldnir, voru viðstaddir athöfnina en Lindasókn er í örum vexti. Við stofnun hennar voru sóknarbörnin 4.400 en hinn 1. desember sl. voru þau orðin 8.100. Hingað til hefur sóknarprestur Lindasóknar, Guðmundur Karl Brynjarsson, haldið messur í Lindasóla og í Salaskóla. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, lauk athöfninni með ávarpi þar sem hann óskaði Kópavogsbúum til hamingju með áfangann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar