Handboltahvolpar í varnarvegg

Ragnar Axelsson

Handboltahvolpar í varnarvegg

Kaupa Í körfu

FRÁBÆR árangur íslenska landsliðsins í handbolta í nýafstaðinni heimsmeistarakeppni í Þýskalandi hafði víða jákvæð og skemmtileg áhrif. Skömmu áður en keppnin hófst eignaðist tík í Kópavogi þrjá hvolpa og áttu eigendurnir eftir að nefna þá þegar riðlakeppnin hófst. "Við vorum sem límd við sjónvarpið þegar landslið Íslands spilaði og hrifumst af strákunum," segir Rósa Gísladóttir. "Við vorum sérstaklega spennt yfir sigurleiknum gegn Frökkum og þá sagði ég að ég vildi nefna mína stráka eftir þessum fallegu og frábæru strákum og því nefndum við hvolpana Guðjón Val, Markús Mána og Snorra Stein." MYNDATEXTI: Sókn - Ragnar Reynisson með handboltahvolpana sína. Frá vinstri: Snorri Steinn, Markús Máni og Guðjón Valur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar