Málarar á Kaffi Reykjavík

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Málarar á Kaffi Reykjavík

Kaupa Í körfu

SAGAN segir að iðnaðarmenn séu vandfundnir í allri framkvæmdagleði landans. Þó varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins málari sem vann hörðum höndum við að dytta að Kaffi Reykjavík niðri í bæ. Trúlega öfunda hann fáir af því að þurfa að mála upp fyrir sig. Hann mun þó án efa þykja öfundsverður í innivinnunni í dag, því spáð er frosti um allt land, mest fimmtán stiga frosti í innsveitum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar