Fríkirkjuvegur 11 í Reykjavík

Sverrir Vilhelmsson

Fríkirkjuvegur 11 í Reykjavík

Kaupa Í körfu

BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær að taka tilboði Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í húsið Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík. Kaupverðið er 600 milljónir en hugsanlegt er að kaupandinn greiði allt að 200 milljónir króna til viðbótar vegna ýmissa framkvæmda við hús og á lóðinni. Fram kemur í tilboði Novators, að fyrirhugað sé að koma húsinu og lóðinni í upprunalegt horf og setja þar upp safn um líf Thors Jensen, langafa Björgólfs, sem reisti húsið á sínum tíma. Fjögur tilboð bárust í húsið og samþykkti borgarráð með atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar að taka tilboði Novators. Borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs greiddi atkvæði á móti og mun málið því koma til endanlegrar afgreiðslu á fundi borgarstjórnar eftir hálfan mánuð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar