Sprotaþing 2007 í Laugardalshöll
Kaupa Í körfu
Sprotaþing 2007, sem haldið var 2. febrúar síðastliðinn, var bæði fjölmennt og vel heppnað. Niðurstöður þingsins eru enn á formi tillagna, þótt margt jákvætt hafi í raun gerst síðan Sprotaþing 2006 var haldið í fyrra. Margir eru þeirrar skoðunar að koma þurfi á nýju endurgreiðslukerfi í tengslum við skattkerfið til tæknifyrirtækja sem stunda rannsókna- og þróunarstarfsemi. Samtök sprotafyrirtækja hafa sett sér háleit markmið, að "frá og með árinu 2010 bætist árlega að jafnaði tvö ný fyrirtæki í þann hóp sem veltir yfir einum milljarði á ári og skila sér inn á hlutabréfamarkað". Víst er um það að Sprotaþing 2007 var mikilvægur áfangi í þeirri sókn sem hafin er til að slíku markmiði verði náð. Á myndinni hér til hliðar má meðal annarra sjá þá Steingrím Sigfússon, Vinstri grænum, Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Jón Ágúst Þorsteinsson, formann Samtaka sprotafyrirtækja, hlýða með athygli á ræður sem haldnar voru um framtíð og aðstöðu sprotafyrirtækja á Íslandi, en margir þingmenn tóku þátt í Sprotaþingi 2007
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir