Svana Helen Björnsdóttir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Svana Helen Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Stiki er 14 ára gamalt ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í gæða- og öryggismálum upplýsingakerfa, þar með talið tölvuöryggi, öryggi í fjarskiptum og gagnavinnslu. Það hefur vaxið smám saman og aukið umsvif sín, fjölgað starfsfólki, þróað vörur og byggt upp þekkingu, lengst af án styrkja eða utanaðkomandi fjármagns. Íslenski markaðurinn lítill Fyrir tveimur árum byrjaði fyrirtækið að hasla sér völl erlendis og skapa grundvöll fyrir útflutning. "Íslenski markaðurinn er lítill og þar sem rannsókna- og þróunarstarf tekur tíma er erfitt að byggja upp hátæknifyrirtæki hér á landi. Við þetta bætist að líftímakúrfa vöru í tæknigeiranum er styttri en í mörgum öðrum geirum því tækniþróun er hröð. Því skiptir miklu máli að hratt og vel gangi að koma vörunni á markað. Í mörgum tilvikum er fyrirtækjum sem feta sín fyrstu skref í útflutningi nauðsynlegt að fá inn fjármagn, bæði til að fullvinna vöru og markaðssetja hana erlendis. Af þessum ástæðum höfum við hjá Stika leitað eftir erlendum fjárfestum með viðskiptatengsl á erlendum mörkuðum. MYNDATEXTI Það tekur tíma og er erfitt að byggja upp hátæknifyrirtæki hér á landi, segir Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar