Arna Sigríður Albertsdóttir

Arna Sigríður Albertsdóttir

Kaupa Í körfu

Við tökum þessu eins og hverju öðru nýju verkefni. Lífið hefur tekið beygju. Þetta er kannski önnur leið en maður hafði upphaflega hugsað sér, en það þarf í sjálfu sér ekki að vera slæmt. Þetta verður öðruvísi líf fyrir Örnu, en það þarf ekki að verða slæmt," segir Sigfríður Hallgrímsdóttir, móðir Örnu Sigríðar sem 30. desember sl. slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi. Blaðakona heimsótti Örnu og fjölskyldu hennar á Endurhæfingardeild Landspítalans við Grensás í gær, en þar mun Arna dveljast næstu 4-6 mánuði og er markmiðið að hún verði sjálfbjarga í hjólastól við útskrift. MYNDATEXTI: Afdrifarík skíðaferð - Arna Sigríður Albertsdóttir bloggar um reynslu sína síðustu vikur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar