Bryndís Skúladóttir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bryndís Skúladóttir

Kaupa Í körfu

Samstarfið hófst með stefnumótun í greininni fyrri hluta árs 2004 og Samtök líftæknifyrirtækja voru stofnuð í maí 2004. Nú eru í samtökunum 9 fyrirtæki sem starfa á ólíkum sviðum líftækninnar. Innlent og erlent hugvit Þessi fyrirtæki eru Bláa lónið heilsuvörur ehf., KLH ehf., bt. Hjartavernd, Líf-Hlaup ehf., Lyfjaþróun hf., NimbleGen Systems-útibúið á Íslandi, ORF líftækni hf., Rannsóknarþjónustan Sýni ehf., SagaMedica – Heilsujurtir ehf. og Prokatin. "Sum fyrirtækin byggja á innlendu hugviti sem nýtir náttúruauðlindir okkar á fjölbreyttan hátt. Önnur tengjast erlendum fyrirtækjum sem velja að starfa á Íslandi. Þetta skapar fjölbreytta flóru og skapar tækifæri til samvinnu. Fjölbreytt fyrirtæki gefa kost á grósku," segir Bryndís Skúladóttir hjá Samtökum iðnaðarins. Bryndís segir að í stefnumótuninni hafi komið fram áhugi á að auka samstarf og samskipti fyrirækjanna og skapa sameiginlegan vettvang fyrir hagsmunamál þeirra. MYNDATEXTI Fjölbreytt fyrirtæki innan líftækniiðnaðarins gefa kost á mikilli grósku, segir Bryndís Skúladóttir hjá Samtökum iðnaðarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar