Súkkulaði

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Súkkulaði

Kaupa Í körfu

Það er sama hversu hollur matur er valinn, það er hægt að fitna af öllu ef borðað er of mikið. Það hefur verið sannreynt í rannsóknum að langflest fólk borðar meira magn af mat og jafnvel langt umfram það sem þarf til að seðja hungrið, eftir því sem matarskammturinn er stærri. MYNDATEXTI: Lengri - Má bjóða þér stærra súkkulaði? Í dag eru minnstu gerðir súkkulaðistykkja í mörgum tilvikum ekki til og erfitt að fá súkkulaði undir 50 grömmum. Slíkt venjulegt stykki (flestar tegundir) inniheldur um það bil 275 kkal en XL-útgáfan 385 kkal. Upprunalega útgáfa margra súkkulaðistykkja var um það bil helmingi minni en risastykkin og veitti því færri hitaeiningar eða um 165 kcal. Kannski væri ráð að deila stykkinu með öðrum því flestum reynist erfitt að geyma helminginn til seinni tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar