Abbababb

Árni Torfason

Abbababb

Kaupa Í körfu

"Ég hef aldrei séð verkið því ég sit alltaf bakvið, ætli ég þurfi ekki að biðja einhvern að taka þetta upp fyrir mig svo ég sé dómbær en ég held að þetta sé frábær sýning," segir Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem dr. Gunni, um barnasöngleikinn Abbababb sem verður frumsýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudaginn. Gunnar er höfundur verksins sem er byggt á persónum úr einu lagi á barnaplötunni Abbababb sem kom út fyrir tíu árum. Verkið fjallar um þrjá krakka sem eru í leynifélagi. MYNDATEXTI: Abbababb - Dr. Gunni ásamt Birgi Baldurssyni og Elvari Geir Sævarssyni, en þeir spila undir í söngleiknum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar