Olíumálið

Sverrir Vilhelmsson

Olíumálið

Kaupa Í körfu

HELGI Magnús Gunnarsson saksóknari hefur lýst því yfir að úrskurður héraðsdóms verði kærður til Hæstaréttar þar sem reynt verður að fá honum hnekkt í því skyni að fá málið tekið til efnismeðferðar fyrir héraðsdómi. "Ég er ósammála niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að 10. gr. samkeppnislaga lýsi ekki refsiverðri hegðun einstaklinga heldur eingöngu fyrirtækja og þar með sé persónuleg refsiábyrgð einstaklinganna ekki fyrir hendi. Nú í framhaldinu reynir svo á hvernig Hæstiréttur muni túlka samkeppnislögin að þessu leyti,"segir hann. "Ég er ennfremur ósammála þeirri niðurstöðu að jafnræðissjónarmið eigi að leiða til frávísunar, enda á það sér engin fordæmi að ákæru hafi verið vísað frá dómi á þeim forsendum," segir hann. "Það ber líka að líta til þess að ákærðu voru ekki valdir úr hópi jafningja því þeir voru stjórnendur olíufélaganna. Það var því ástæða fyrir því að þeir sættu ákæru." MYNDATEXTI Frá dómtöku Munnlegur málflutningur hófst 26. janúar sl. Ystur til vinstri er Einar Benediktsson, þá tveir verjendanna, þeir Gísli Baldur Garðarsson og Ragnar Tómas Árnason, Geir Magnússon og Kristinn Björnsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar