Silvía Nótt

Silvía Nótt

Kaupa Í körfu

Þegar Silvía Nótt á í hlut gerast stórir hlutir. Þannig var "stærsti hljómplötusamningur Íslandssögunnar" undirritaður í hvalveiðiskipinu Eldingu í gær milli Silvíu og fulltrúa útgáfufyrirtækisins Reykjavík Records, en samningurinn kveður á um einar þrjár plötur úr smiðju drottningarinnar og þrjátíu milljónir króna úr sjóðum Reykjavík Records, að sögn forsvarsmanna útgáfufyrirtækisins. Mun fyrsta platan koma í verslanir um þarnæstu mánaðamót. Sem endranær var Silvía í essinu sínu í gær en braut þó odd af oflæti sínu og gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum. MYNDATEXTI: Skrautleg - Það gustaði um Silvíu Nótt eins og hennar er von og vísa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar