Framkvæmdamenn í Hólminum

Gunnlaugur Árnason

Framkvæmdamenn í Hólminum

Kaupa Í körfu

Stykkishólmi - Tveir athafnamenn í Stykkishólmi, þeir Símon Sturluson, fyrrum trillukarl, og Stefán Björgvinsson vörubílstjóri, hafa aukið umsvif sín á undanförnu mánuðum, meira en þeir reiknuðu með þegar þeir hittust sl. vor og ræddu möguleika þess að skapa sér vinnu. Í haust reistu þeir 600 fermetra iðnaðarskemmu sem þeir skiptu niður í sjö hluta og eru þeir allir seldir. Þeir eru nú byrjaðir að reisa aðra skemmu á svipuðum nótum og hafa þegar ráðstafað flestum hlutunum í þeirri skemmu. MYNDATEXTI: Framkvæmdamenn. - Stefán Björgvinsson og Símon Sturluson fyrir framan bláa skemmuna sem þeir hafa reist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar