Haukar - ÍR

Þorkell Þorkelsson

Haukar - ÍR

Kaupa Í körfu

ÚRSLITAKEPPNIN um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer aftur af stað í kvöld en þá fara fram fyrstu leikirnir í undanúrslitunum. Íslandsmeistarar Hauka taka á móti KA á Ásvöllum og í Valsheimilinu mætast Valur og ÍR. Sá möguleiki er því fyrir hendi að Haukar og ÍR mætast annað árið í röð í úrslitunum um titilinn en Sigurður Bjarnason, fyrrum þjálfari Stjörnunnar, sem Morgunblaðið fékk til að spá í undanúrslitarimmurnar, er ekki á því. Hann spáir að bræðrafélögin Haukar og Valur bítist um titilinn. Myndatexti: Hannes Jón Jónsson, leikstjórnandi ÍR-inga, skorar í leik gegn Haukum í úrvalsdeildinni. Hann glímir næst við Valsmenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar